Inn á síðunni geta foreldrar með auðveldum hætti skoðað barnfóstrur sem eru starfandi í sínu hverfi eða nágrenni. Þar að auki geta foreldrar auglýst laust barnfóstrustarf og tekið vð umsóknum. Barnapössun.is er ekki ráðningaskrifstofa og því velja foreldar sjálfir hvaða barnfóstru þeir ráða.
Til þess að fá fullt aðgengi að síðunni þá verður þú að búa til aðgang með því að ýta á hnappinn ‚‘nýskráning‘‘ sem er uppi i hægra horninu. Til þess að fá aðgang þarftu að samþykkja notendaskilmálana og hafa náð 15 ára aldri. Það kostar ekkert fyrir barnfóstrur að búa til aðgang en foreldrar greiða fyrir það timabil sem þau velja (3, 6 eða 12 mánuðir). Gerð er krafa að notendur síðunnar séu með hreint sakavottorð en foreldrar þurfa sjálfir að biðja barnfóstruna um afriti af sakavottorðinu sínu. Hægt er að fá afrit af sakavottorði sínu með auðveldum hætti inn á Island.is

Samkvæmt lögum á Íslandi er óheimilt fyrir börn yngri en 15 ára að gæta yngri barna

Foreldrar og barnfóstrur semja um laun sín á milli og hvernig greiðslum er háttað.

Barnapössun.is sér ekki um að innheimta laun fyrir barnfóstur.

Ágætis viðmið um kjör barnfóstra er hægt að sjá á síðu Landsbankans

https://www.landsbankinn.is/frettir/hvad-a-ad-borga-fyrir-barnapossun